Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2012 | 11:45

Golfútbúnaður: Kramski-barnapútterar

Þýski púttersframleiðandinn Kramski frá Pforzheim (Puttersmiede Kramski Pforzheim) er kominn fram með nýja pútter-línu fyrir börn á aldrinum 6-12 ára HPP 300 Junior-Serie.

Pútterarnir eru allir með Mallet-hönnun og sagt er að þeir gefi háklassa „stærri bræðrum“ sínum í  Kramski High Precision Putter-Serie (HPP), ekkert eftir.  Eini munurinn er e.t.v. hversu litaglaðir barnapútterarnir eru en þeir fást í bláum lit, ljósbláum, bleikum, fjólubláum og rauðum með barnagripum í stærðum JXS og JS og reynt er að ná því fram að krakkarnir hafi gaman að golfinu.

Það sérstaka við þessa barnapútera er að lengd skafta og þyngd púttershöfuðanna er hægt að laga að vexti barnsins þ.e. lengja og þyngja eftir því sem barnið stækkar.

Í verði hvers Kramski HHP 300 Junior-pútters er innfalin mátun þannig að lengdin á pútternum sé sú rétta fyrir barnið og tæknilegar leiðbeiningar fyrir foreldra/börn við notkun Kramski púttersins.

Kramski barnapútterinn er ekki ódýr, kostar € 600,– (u.þ.b. 99.000 íslenskar krónur).

Komast má á heimasíðu Kramski til þess að skoða barnapútterana og aðra púttera nánar með því að smella hér:  www.kramski-putter.com