Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2012 | 19:15

Birgir Leifur á 71 höggi á 2. degi úrtökumóts fyrir PGA Tour í Madison, Mississippi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hefir nú lokið 2. hring á úrtökumóti fyrir PGA Tour, í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins  SMELLIÐ HÉR: )

Úrtökumótið stendur dagana 16.-19. október 2012.

Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 140 höggum (69 71) og er því á sléttu pari eftir fyrstu 2 daga.

Í dag byrjaði hann á 10. teig og byrjaði vel því hann fékk fugl á 10. braut. Síðan gekk ekki vel – það kom slæmur kafli; tveir skollar, á 13. og 14. braut, afleitur skrambi á 15. braut og skolli á 18. braut. Á seinni 9 hjá Birgi Leif (fyrri 9 á vellinum) gekk betur en Birgir Leifur fékk fugla á 1., 2. og 5. braut – samtals voru því á skorkorti hans 4 fuglar, 3 skollar og 1 skrambi og því spilaði hann á 1 yfir pari vallar, 71 höggi.

Birgir Leifur þarf að eiga góðan hring á morgun til þess að verða meðal þeirra sem eru í 16. sæti eða jafnir í 16. sæti, til þess að komast á næsta stig úrtökumótsins.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu í Madison, Mississippi SMELLIÐ HÉR: