Ragnheiður Jónsdóttir | október. 21. 2012 | 19:25

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik á US Collegiate Championship á 68 glæsihöggum!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU spilaði nú um helgina í US Collegiate Championship í The Golf Club of Georgia, í Alpharetta í Georgíu- ríki.

Mótið stóð dagana 19.-21. október og lýkur í dag.  Þátttakendur voru 79 frá 15 háskólum.

Guðmundur Ágúst lék á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (80 72 68) og er sem stendur í 20. sæti í einstaklingskeppninni, en nokkrir eiga eftir að ljúka keppni, þannig að sætisröðin getur enn raskast.  Það sem er hins vegar ljóst er að Guðmundur Ágúst er búinn að vinna sig upp um meira en 20. sæti en hann var í 51. sæti fyrir lokahringinn.  Guðmundur Ágúst var á 2. besta skori í liði sínu og taldi það því.

Lið East Tennessee State, m.ö.o. The Bucs, lið Guðmundar Ágústs er sem stendur í 11. sæti í liðakeppninni,  en það getur enn raskast s.s. fyrr sagði.

Næsta mót sem Guðmundur Ágúst spilar á er spennandi en það er Warrior Wave Invitational á Kauai, í Hawaii og fer fram dagana 5.-7. nóvember n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á mótinu í Alpharetta SMELLIÐ HÉR: