Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 09:00

Hver er kylfingurinn: Tommy Gainey?

Tommy Gainey líka þekktur sem „Tveggja hanska“ Gainey vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour í gær, þ.e. á The McGladrey Classic mótinu eftir glæsihring upp á 60 högg, sem jafnframt er vallarmet á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgíu-ríki.  Viðurnefnið „Tveggja hanska Gainey“ fékk hann vegna þess að hann er alltaf með hanska á báðum höndum. Fyrir sigurinn hlýtur Gainey $ 720.000 (sem er u.þ.b. 100 milljónir íslenskra króna).

Tommy Gainey fæddist 13. ágúst 1975 í Darlington, Suður-Karólínu og er því 37 ára. Hann gerðist atvinnumaður 1998 og er því búinn að vera að sem slíkur í 14 ár áður en hann vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour. Sem atvinnumaður hefir hann sigrað 8 sinnum í mótum þar af 2 á Nationwide Tour (nú Web.com Tour).

Gainey lærði í Central Carolina Technical College, nokkuð sem heitir viðhald í iðnaði (ens.: industrial maintenance) og útskrifaðist 1999. Áður en hann varð atvinnumaður í golfi, vann hann við færiband í Suður-Karólínu við að setja einangrun utan um heita vatns hitatæki fyrir A.O. Smith Corporation.

Atvinnumennskan

Gainey gerðist atvinnumaður 1998 og næstu árin spilaði hann golf á smærri mótaröðum í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Gainey vann í 4 mótum á Egolf Tarheel Tour, tvívegis 2006 og einu sinni 2007. Hann vann líka í 1 móti á NGA Hooters Tour og spilaði á the Gateway Tour.

Árið 2005 birtist Gainey í sjónvarpsþætti Golf Channel  The Big Break IV: USA vs. Europe. Árið 2007 lék Gainey  á the Nationwide Tour (nú Web.com Tour). Hann ávann sér kortið sitt á PGA Tour með því að fara í úrtökumót Q-School og var jafn öðrum í 19. sæti eftir sex hringi lokaúrtökumótsins en í heild eru úrtökumótin 3 og hann búinn að spila 14 hringi. Hann varð með þessi sá fyrsti sem tekið hafði þátt í Big Break til þess að vinna sér inn kortið sitt á PGA Tour.

Tveggja hanska Tommy Gainey

Veran á PGA Tour

Gainey spilaði á PGA Tour árið 2008, en hafði lítinn árangur sem erfiði. Hann komst aðeins 5 sinnum í gegnum niðurskurð í 23 mótum og var í 228. sæti á peningalistanum þegar hann tók þátt í síðasta móti ársins , the Children’s Miracle Network Classic á the Walt Disney World Resort. Á síðasta hringnum á Magnolia golfvellinum var hann á 64 höggum og varð í 2. sæti á eftir  Davis Love III  og munaði aðeins 1 höggi að hann ynni fyrsta titil sinn. Eftir þetta færðist Gainey í 150. sæti peningalistans og fékk takmarkaðan spilarétt á 2009 keppnistímabilinu.  Hann átti í erfiðleikum 2009, náði aðeins 8 sinnum niðurskurði af 15 mótum sem hann spilaði í og lauk keppnistímabilinu í 202. sæti á peningalistanum.

Gainey spilaði því aftur á Nationwide Tour árið 2010. Fyrsti stóri sigurinn kom þar á  the Melwood Prince George’s County Open. Gainey vann mótið og átti 1 högg á Frank Lickliter II og Jin Park. Annar sigur hans kom þetta sama ár í júlí á the Chiquita Classic, þegar hann vann Joe Affrunti með 3 högga mun. Hann varð í 4. sæti á peningalista Nationwide og sneri aftur á PGA Tour árið 2011.

Árið 2011 missti Gainey þrisvar sinnum af niðurskurði en komst síðan 6 sinnum í röð í gegnum niðurskurð. Árið 2011 á Waste Management Phoenix Open í Scottsdale, Arizona var hann á meðal þeirra sem voru efstir á lokahringnum en fékk 4 faldan skolla þ.e. 8 högg á par-4 17. holunni og lauk keppni í 8. sæti. Hann varð síðan í 5. sæti á the Honda Classic í Flórída mánuði síðar. Gainey náði besta árangri sínum 2011 á The Heritage í Hilton Head, Suður-Karólínu, þegan hann þarfnaðist þess að setja niður 15 feta pútt (4,5 metra) á 72. flöt til þess að jafna við Brandt Snedeker og komast í umspil, en hann náði því ekki og varð í 3. sæti. Hann varð enn þrisvar sinnum í 3. sæti árið 2011 og lauk árinu í 84. sæti á heimslistanum. Hann spilaði líka í fyrsta risamóti sínu árið 2011, þ.e. PGA Championship.

Í gær, 21. október 2012, eftir að hafa tekið þátt í 105 mótum á PGA Tour og eftir að hafa 48 sinnum ekki komist í gegnum niðurskurð vann Gainey fyrsta mótið sitt á PGA Tour  s.s. fyrr sagði, þ.e. the McGladrey Classic.

Leikstíll og styrktaraðilar

Gainey er alltaf í svörtum allra veðra golfhönskum á báðum höndum þegar hann spilar golf. Hann sagði eftir sigurinn í gær að pabbi hans, sem kenndi honum golf hefði alltaf verið í tveimur hönskum þannig að hann hefði haft það eftir.

Gainey notar mjög sjaldgæft hafnarboltagrip í golfhöggum sínum, þar sem hann krækir vinstri þumarfingri fyrir aftan hægri hendi sína; en venjuleg staða vinstri þumalfingurs rétthents kylfings í golfi er undir hægri þumalfingri. Sveifla hans er líka skrikkjótt og sérviskuleg og hefir henni verið lýst svo að hún líti út eins og hann sé „að reyna að drepa snák með garðslöngu.“

Fyrrum vinnuveitandi Gainey,  A.O. Smith er enn einn af helstu styrktaraðilum hans. Meðal annarra styrktaraðila hans árið 2011 voru  Under Armour, Adams Golf og The Dow Group. Árið 2012 skipti Gainey yfir í  Callaway kylfur en styrktaraðilar hans eru enn A.O. Smith og The Dow Group.

Heimild: Wikipedia