Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2012 | 10:45

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og Ragna Björk hefja leik á Flagler Fall Slam í Flórída í dag

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hefja báðar í dag leik á the Flagler Fall Slam í St. Augustine, í Flórida.

Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG og golflið St. Leo. Ragna er fremst lengst til vinstri.

Mótið er tveggja daga og stendur því 22.-23. október.

Spilaði er í  Marsh Creek Country Club. (Smellið á bláletruðu stafina til þess að komast á heimasíðu klúbbsins).

Það eru háskólalið eftirfarandi 17 háskóla sem keppa: Queens University of Charlotte, Saint Leo, Carson-Newman, Flagler, Columbus State, Seminole State, Barry University,  Lander, Armstrong Atlantic, Thomas University, Anderson, Catawba, Mount Olive, North Georgia, Eckerd, Tusculum, og West Georgia.

Golf 1 óskar Írisi Kötlu og Rögnu Björk góðs gengis!