Nýju stúlkurnar á LET 2012 (26. grein af 34): Maria Beautell
María Beautell er sú síðasta af 7 kylfingum sem urðu í 9. sæti í Q-school Evrópumótaraðar kvenna, sem verður kynnt hér.
María fæddist í St. Cruz de Tenerife 13. mars 1981 og er því 31 árs. Foreldrar hennar eru Carlos Beautell og Rosa Maria Largo frá Tenerife á Spáni. Sem áhugamaður varð María spænsku meistari í golfi 1998 og átti sæti í spænska kvennalandsliðinu í golfi. Hún tók sem áhugamaður m.a. þátt í British Girls Championship.
Á árunum 1999-2002 var María í sama háskóla í Bandaríkjunum og Ólafía Þórunn „okkar“ Kristinsdóttir og spilaði með golfliði Wake Forest.
María gerðist atvinnumaður í golfi 1. apríl 2004 (alveg satt 🙂 Hún komst strax á Evrópumótaröð kvenna og spilaði á henni 2005-2008 en síðastnefnda árið datt hún út og hlaut ekki kortið sitt að nýju vegna slaks gengis 2008. Hún var í lægð 2009 og 2010, en 2010 spilaði hún á 1 móti á LEt og síðan 2 árið 2011. Hún endurnýjaði síðan skorkort sitt með því að deila 9. sætinu í Q-school á La Manga s.s. fyrr greinir.
Áhugamál Maríu eru ljósmyndun, náttúran, að fara á ströndina og hlusta á góða tónlist. Hún hefir látið hafa eftir sér að ef hún væri ekki atvinnukylfingur myndi hún vilja vinna sem ljósmyndari fyrir National Geographic Magazine. María býr í Santa Cruz de Tenerife og á systur sem líka spilar á LET, Söru Beautell.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024