Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG og golflið St. Leo
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 09:50

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk leik í 25. sæti og Ragna Björk og The St. Leo Lions urðu í 6. sæti í liðakeppninni í Flórída

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals, golflið The Queens University of Charlotte og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012 og í golfliði St. Leo Lions hafa báðar lokið leik á the Flagler Fall Slam í St. Augustine, í Flórida.

Mótið var tveggja daga og stóð   22.-23. október var lokahringurinn spilaður í gær.  Spilaði var í  Marsh Creek Country Club. (Smellið á undirstrikuðu orðin til þess að komast á heimasíðu klúbbsins).Þáttakendur voru 91 frá 18 háskólum.

Íris Katla lék samtals á 15 yfir pari, 159 höggum (78 81) og varð í 25. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með nokkrum öðrum. Íris Katla var á 2. besta skorinu í liði sínu og taldi það því.  Í liðakeppninni urðu the Royals í 10. sæti.  Til þess að sjá umfjöllun á heimasíðu The Royals um mótið SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót the Royals verður á afmælisdegi Írisar Kötlu 10. febrúar 2013, en það er World Golf Invitational í St. Augustine, Flórída.

Ragna Björk spilaði langt undir getu í mótinu. Hún var á samtals 21 yfir pari, 165 höggum (83 82) og varð fyrir miðju í mótinu þ.e. í 53. sæti sem hún deildi með öðrum. Hún var í 5. og neðsta sætinu af liði sínu og taldi því skor hennar ekki að þessu sinni, sem er þvert á gengi hennar í fyrri mótum keppnistímabilsins.  Í liðakeppninni varð lið the St. Leo Lions í 6. sæti sem það deildi með liði Mount Olive í liðakeppninni. Til þess að sjá umfjöllun St. Leo Lions um mótið SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót St. Leo Lions er Lady Moc Classic mótið í The Club at Eaglebroke, í Lakeland, Flórída 25. febrúar 2013.  Það sem við tekur nú eru bara meiri æfingar hjá stúlkunum og síðan prófalestur og þá er dregið úr keppnisferðum á meðan.

Til þess að sjá úrslitin á Flagler Fall Slam í St. Augustine SMELLIÐ HÉR: