Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 12:00

Tiger efast um að sér takist að slá risamótamet Jack Nicklaus

Tiger Woods segir að golf sér orðið mun erfiðara og það sé miklu meiri samkeppni frá yngri kynslóð kylfinga.

Tiger sagði í viðtali í morgun að hann væri farinn að efast um hvort sér myndi takast að slá met Jack Nicklaus um 18 sigra á risamótum og sagði að ný kynslóð með Rory McIlroy í forystu flækti málin.

Þetta kom fram í viðtali við Woods í Malasíu, fyrir CIMB Classic mótið sem hann tekur þátt í, í þessari viku. Tiger sagði að sjálfstraust hans um að ná töfratölunni 19 (þ.e. 19 risamótssigrum) hefði minnkað til muan eftir að sigurleysi hans á risamóti allt frá árinu 2008 á Opna bandaríska þegar hann vann síðasta sigur sinn.

„Þetta er bara eins og hjá öllum öðrum. Ég hef gengið í gegnum tímabil þar sem ég sló ekki vel, vippaði ekki vel, púttaði ekki vel,“ sagði hann. „Ég veit hvað ég get gert en stundum kemur það bara ekki.“

„Það var þannig áður og mun ávallt verða svona, maður verður bara að fara aftur og vinna enn meir (í spilinu).“

„Fara þarna út og æfa sig á æfingsvæðinu, utan vallar, heima og þegar kemur að mótum hafa allt svo pottþétta að maður nái að laða það besta fram.“

Fjögurra ára rismótssigursþurrð Tiger kemur í kjölfarið á kynlífshneyksli sem lauk með lögskilnaði hans og þáverandi eiginkonu hans Elínar Nordegren og varð til þess að hann tók sér hlé frá keppnisgolfi; en síðan voru meiðsli að hrjá hann auk þess sem hann var að reyna að endurskipuleggja leik sinn.

Þrír titlar á þessu keppnistímabili, sem bundu enda á 2 1/2 árs eyðimerkurgöngu snillingsins gefa til kynna að hinn 36 ára Tiger sé aftur í formi, en hinn 23 ára ungi Rory hefir í millitíðinni komið fram sem heimsins besti kylfingur.

„Í nokkur ár var ég yngstur. Í gegnum árin hafa keppinautarnir verið Phil (Mickelson), Vijay (Singh), Ernie (Els), (David) Duval, Paddy (Harrington),“ Woods said.

„Allir þessir strákar hafa sigrað á risamótum eða unnið fullt af mótum um heiminn en þeir voru allir eldri en ég, Ég var sá yngsti af þeim.“

„Rory er yngri en ég þannig að þetta er nýja kynslóðin…. Rory stendur þeim fremst. Hann hefir átt ótrúlega byrjun á ferli sínum, með því að vera búinn að sigra 2 risamót og mót um allan heim.“

 Tiger sagði að það væri gaman að keppa á móti þessum nýju kylfingum en bætti við að góður tækjabúnaður, breytingar á æfingaplani kylfinga hefði aukið styrk golfsins og kylfingar væru almennt séð betri.

„Lítið á hversu margir strákar voru að vinna risamót í fyrsta sinn. Leikurinn hefir dýpkað mikið hvað þetta snertir,“ sagði hann.

„Þannig að ég held að það sé erfiðara nú að sigra í golfmótum almennt séð vegna þess að tækjabúnaðurinn hefir jafnað samkeppnisstöðuna.“

En þessi tveggja barna fráskildi faðir (Tiger) sagði að meðan að 18 risatitlar Nicklaus og mótamet Sam Snead um sigra á 82 mótum PGA Tour væru mikil áskorun þá væru stærri hlutir í lífinu.

„Ég vil svo sannarlega slá met Jack og met Snead. Það er nokkuð sem ég myndi elska að ná á ferli mínum,“ sagði Tiger.

„En það að vera besti pabbi sem ég get mögulega verið tveimur frábærum börnum mínum, það er svo sannarlega nr. 1 í lífi mínu.“

Heimild: www.sbs.com.au