Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2012 | 13:00

Tiger hefir ekki tapað „WOW“ áhrifum sínum

Ef Tiger Woods hefir fundist Rory McIlroy skyggja örlítið á sig eftir að hafa risið á topp heimsgolfsins, þá segir Ryder Cup félagi Tiger, Jason Dufner að hinn 14-faldi risamóts sigurvegari hafi ekki tapað neinu af stjörnuskini sínu.

Meðan McIlroy er í Kína í þessari viku og keppir á  BMW Masters innan um stjörnur sem sigrað hafa á risamótum, þá keppir fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Tiger á CIMB Classic í Malasíu, þar sem hann er bara einn af 8 leikmönnum af topp-50 á heimslistanum, sem keppir í  $6.1 milljóna mótinu.

Meðan að gæði þeirra 48 sem keppa í mótinu skortir dýpt þeirra sem keppa á BMW Masters í Shanghai, þá sagði Dufner að þátttaka Tiger sé heilmikil lyftistöng fyrir mótið, sem verður hluti af Fedex Cup dagskrá PGA Tour á næsta ári, 2013.

„Mér finnst frábært fyrir mótið og Malasíu að hafa mann af styrkleika Tiger koma hingað og spila í mótinu þar sem mótið fellur svo vel að dagskrá hans,“ sagði Dufner fyrr í dag.

„Okkur sem leikmönnum finnst þetta gott vegna þess að allir spila betur og það laðar að aðeins fleiri fjölmiðla. Það koma líka fleiri áhorfendur. Það er tilhneigingin að hann dragi að áhorfendur. Það er margt fólk sem vill sjá hann spila golf.“

„Það er ekki nokkur vafi að þegar Tiger er með í móti þá er það betra fyrir mótið í heildina tekið.“

Meðal þeirra 48 sem spila í the Mines Resort í Kuala Lumpur eru 10 efstu leikmenn á stigalista Asian Tour auk tveggja frá Malasíu, sem spiluðu sig inn í mótið.

Fyrir leikmann á borð við Gaganjeet Bhullar þá er sjaldgæft að fá að keppa við Tiger og það er mjög sérstakt.

„Hann stóð á teig fyrir aftan mig og beið eftir að ég lyki leik,“ sagði nr. 119 á heimslistanum (Bhullar). „Skyndilega sé ég Tiger Woods standa rétt fyrir aftan mig, og auðvitað var það svolítið skelfilegt.“

„Tiger er goðsögn, lifandi goðsögn. Það sem honum hefir tekist hefir engum öðrum af hans kynslóð tekist. Ég held að allir í Asíu séu spenntir að sjá hann spila í þessari viku.“

„WOW eða upp á íslensku „Vá“ aðdáunar áhrifin sem Tiger hefir voru augljós í morgun þegar mörg hundruð aðdáenda hópuðust við 18. flöt til þess að sjá Tiger klára Pro-Am hluta mótsins með forsætisráðherra Malasíu Najib Razak, meðan að nánast enginn var að fylgjast með hinum leikmönnunum.

Meðan að flestir búast við að annaðhvort Tiger eða Dufner sigri á mótinu, þá var Bandaríkjamaðurinn David Lipsky viss um að einhver af félögum hans á Asian Tour ætti allt eins mikla möguleika.

„Ó, það er ekki nokkur vafi á því,“ sagði nr. 227 á heimslistanum (Lipsky).

„Ég þekki þessa stráka sem ég spila á móti í hverri viku ….. þeir geta vel farið 20 eða 25 undir og það þarf maður til að sigra.“

Heimild: Yahoo.comsé