Dýr á golfvöllum: Hákarl á 12. teig á golfvelli í Kaliforníu
Kylfingar og starfsmenn á golfvelli í Kaliforníu urðu heldur betur hissa þegar þeir fundu lifandi hákarl sprikla um á 12. teig vallarins.
Ekkert vatn eða sjór er þarna nálægt og veit enginn hvernig 60 cm litli hákarlinn komst á San Juan Hills golfvöllinn í San Juan Capistrano, Kaliforníu.
„Eftirlitsmennirnir okkar voru á hringnum sínum þegar þeir fundu hákarlinn spriklandi á teig,“ sagði Melissa McCormack, framkvæmdastjóri klúbbsins. „Hann spriklaði bara. Hreinskilnislega sagt er þetta það skrýtnasta sem komið hefir fyrir hér.“
Eftirlitsmaðurinn tók hákarlinn í bíl sinn og keyrði með hann í klúbbhúsið. Þar var honum komið fyrir í fötu með saltvatni í. Eftirlitsmaðurinn Bryan Stitzer keyrði síðan með hákarlinn í kaffipásu sinni á Baby Beach í Dana Point til að sleppa honum í sjóinn.
„Ég hélt að hann væri dauður. Þegar ég sleppti honum í sjóinn lá hann bara þar í nokkrar sekúndur, en síðan snerist hann og skaust í vatnið.“
Hákarlar geta ekki flogið þannig að McCormack telur að fugl, líklega fálki, hafi lesið hann úr grunnum sjónum, flogið yfir golfvöllinn og sleppt honum þar. Hann var svolítið blóðugur á bakuggunum og með sár á þeim.
„Það var svolítið blóð á honum, en hann var enn á lífi. Við vorum ekkert að tvínóna. Auminginn litli að hafa fallið svona á golfvöllinn.“
Julianne Steers, í sjávarstofnuninni í Dana Point telur að um hlébarðahákarl hafi verið að ræða sem er algengur í Kaliforníu. Þetta er líklega einn af fáum hlébarðahákörlum sem komið hefir á golfvöll!!!
Heimild: Travelers Today
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024