Skrautfuglinn Ian Poulter
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 07:00

Ian Poulter og brellugolfhöggameistarinn Geoff Swain – myndskeið

Ian Poulter þarf ekki að hafa áhyggjur af að missa vinnuna sína á næstunni – en þar sem enginn veit sína ævina …. þá er gott að vita að hann gæti átt sér framtíð á öðru sviði – golfbrelluhöggum.

Fyrir Ryder keppnina fór Poulter að hitta golfbrelluhöggameistarann Geoff Swain.  Skyldi Olazábal hafa vitað af því hvað Poulter var að bauka?

José Maria Olazábal

Auðvitað er Poulter atvinnumaður og að láta erfið högg líta út fyrir að vera auðveld tilheyrir.  En þau eru bara nokkuð flott golfbrelluhöggin hjá Ian Poulter.

Best er að skoða þau sjálf með því að SMELLA HÉR: