Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2012 | 19:30

Ólafur Björn spilaði á 74 höggum á 3. degi í Florence

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur  þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour í Florence, Suður-Karólínu.  (Komast má á heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR:)

Ólafur Björn var á 74 höggum á 3. degi mótsins og er sem stendur í einu af neðstu sætunum.  Samtals er Ólafur Björn búinn að spila á 9 yfir pari, 219 höggum (74 71 74).

Aðeins 17 efstu og þeir sem eru jafnir í 17. sætinu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Ljóst er því að Ólafur Björn kemst því miður ekki á 2. stig úrtökumótsins.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á úrtökumótinu í Florence SMELLIÐ HÉR: