Bandaríska háskólagolfið: Axel í 1. sæti eftir 2. hring á Bridgestone – var á 67 glæsihöggum!!!
Axel Bóasson, GK, lék glæsilega á 2. hring Bridgestone Golf Collegiate mótsins, sem fram fer í Grandover Resort & Conference Center í Greensboro, Norður-Karólínu nú um helgina. Þátttakendur eru 72 frá 13 háskólum.
Axel spilaði á 5 undir pari, 67 höggum; fékk 7 fugla, 9 pör og 2 skolla. Samtals er Axel búinn að spila á 8 undir pari, 136 höggum (69 67). Hann er í efsta sæti fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun og þ.a.l. einnig á besta skori í liði The Bulldogs, þ.e. golfliðs Mississippi State!!! Axel er með 2 högga forystu á þann sem næstur kemur Chris Robb frá Chattanooga háskólanum. Glæsilegur árangur hjá Axel!!!
Haraldur Franklín, GR, kom inn á 3 yfir pari, 75 höggum á 2. hring og er T-35 þ.e. jafn öðrum í 35. sæti og í 5. sæti í liði Mississippi State, sem aftur er er í 2. sæti í liðakeppninni.
Golf 1 óskar Axel og Haraldi Franklín góðs gengis á lokahringnum á morgun!!!
Sjá má stöðuna eftir fyrri keppnisdag Bridgestone Golf Collegiate mótsins með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024