Evróputúrinn: Peter Hanson sigraði í Shanghai
Hinn 35 ára Peter Hanson frá Svíþjóð stóðst frábæra síðbúna atlögu frá Rory McIlroy og vann stærsta sigur sinn á ferlinum á BMW Masters í Shanghai, Kína nú fyrr í morgun. Hanson lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (66 64 70 67) en Rory var á samtals 20 undir pari 268 höggum (67 65 69 67). Fyrir sigurinn hlaut Hanson tékka upp á € 888,561 (u.þ.b. 146 milljónir íslenskra króna).
Luke Donald og Ian Poulter, enn aðrir í Ryder Cup liði Evrópu urðu í 3. og 4. sæti; Luke Donald á samtals 17 undir pari og Poults á 16 undir pari.
Hanson vann nr. 1 á heimslistanum með 1 höggi eftir að báðir luku leik með lokahringjum upp á 67 högg, en það segir nú varla alla söguna af rússíbanareiðinni í nótt í spili þeirra á Lake Malaren.
Hanson leiddi bara með 1 höggi fyrir lokahringinn og sigurinn virtist blasa við honum þegar hann átti 4 högg á Rory. En Rory náði erni á 15. holu og fugl á þeirri næstu og minnkaði þar með bilið milli þeirra í 2 högg síðan sló Hanson í sandinn á stuttu 17. brautinni.
En nr. 25 á heimslistanum (Hanson) tókst hins vegar að bjarga pari á 17. en það var en svolítið taugatrekkjandi móment fyrir Hanson þegar hann sló aftur í bakka sandglompu á 18.
„Það var svolítil spenna í þessu,“ sagði Hanson. „Rory var með gríðarlega gott spil þarna með erninum á 15. og fuglinum á 16. þannig að hann setti þó nokkra pressu á mig. Ég var að reyna að spila af öryggi en gegn nr. 1 þarf maður enn að ná höggunum. Þetta er langt um stærsti sigurinn á ferli mínum, ég hugsa að öll vinnan sem ég hef sett í undirbúninginn fyrir Ryder bikarinn hafi virkilega skilað sér í Hollandi og síðan nokkrum vikum síðar hér.“
(Hanson var fúll yfir hversu lítið José María Olazábal lét hann spila í Medinah á Ryder bikarnum og sagði m.a. í viðtali eftir mótið að hann myndi ekki senda fyrirliða Evrópu jólakort framar – þetta hlýtur nú að vera smá sárabót eða hvað?)
„Ég er svolítið vonsvikinn“ sagði hinn 23 ára Rory McIlroy nr. 1 á heimslistanum. „Ég er mjög ánægður með hvernig ég spilaði en ég missti nokkur góð tækifæri á fyrri 9, missti 4 eða 5 pútt í röð.“
„Ég ætlaði að láta hann hafa fyrir þessu. Það myndi hafa verið flott að setja niður púttið á 18. flöt, til þess að láta hann fá svolítið til að hugsa um, en það var bara ekki í kortunum og hann spilaði vel. Hann (Hanson) átti sigurinn skilið. Að fara út (í lokahringinn) í forystu og spila eins og hann gerði og vera á 67 er mjög tilkomumikið. Hann (Hanson) var erfiður viðfangs í dag og það gekk ekkert að vinna hann.“
Til þess að sjá úrslitin í BMW Masters í Lake Malaren í Shanghai SMELLIÐ HÉR:
Heimild: europeantour.com
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024