Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2012 | 20:30

Sergio Garcia eygir nýja sigra eftir augnaðgerð

Sergio Garcia er allur að koma til eftir augnaðgerð sem hann undirgekkst fyrir aðeins mánuði síðan og sér nú betur en nokkru sinni.

Garcia hefir ekkert getað spilað frá Ryder bikars keppninni en hann fór í augnaðgerð til að leiðrétta sjónskekkju.

Um aðgerðina sagði Garcia í fréttatilkynningu í dag: „Ég fór í aðgerðina og allt gekk vel.“

„Ég mun spila í 3 mótum í lok árs. Ég vona að ég geti spilað vel, lokið leik með stæl og komið mér í form fyrir næsta ár.“

Það fyrsta af mótunum sem Garcia minntist á hefst 22. nóvember þegar Garcia fer til Dúbaí til að spila í  European Tour Championship. Þar á eftir fer hann til Asíu til þess að spila í 2 öðrum mótum.

Heimild: Golf.com