Peter Hanson keppir við Rory um 1. sætið á peningalista Evrópumótaraðarinnar
Það fer að líða að lokum Evrópumótaraðarinnar og eitt af mótunum þar sem peningaverðlaun eru hvað hæst hefst á morgun þ.e. HSBC Champions.
S.s. Golf 1 greindi frá í morgun mun Rory McIlroy ekki taka þátt við litla hrifningu styrktaraðila mótsins – Peter Hanson hins vegar tekur þátt.
Ef Hanson lendir ofarlega á stigatöflunni gæti hann náð að minnka bilið milli sín og Rory allverulega en einungis munar € 812.572 milli þeirra og verðlaun í Kína há. Nr. 1 á heimslistanum ætlar að reyna að feta í fótspor Luke Donald og verða efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála, bæði á PGA Tour og Evrópumótaröðinni. Spurning hvort honum takist það?
Peter Hanson sagði m.a. í aðdraganda mótsins: „Ég færist nær Rory í The Race to Dubai, og staðreyndin að hann er ekki með á Mission Hills gefur mér tækifæri til að minnka bilið milli okkar enn meir,“ sagði Hanson. „Vonandi held ég sama formi og ég hef verið í og spila aftur til úrslita á sunnudaginn vegna þess að ég verð að spila svo ef ég á að hafa tækifæri á að ná honum, að því gefnu hversu vel hann er búinn að spila í ár.“
Þetta er búið að vera frábært ár hjá Hanson, sem hóf árið í 42. sæti á heimslistanum en er nú nr. 17 – hann hefir verið að reyna að festa sig í sessi meðal efstu 50 á heimslistanum til að hann hljóti fastasæti á öllum risamótum og spili e.t.v. nógu vel til þess að komast á PGA Tour. Hann býr við Lake Nona í Orlando, Flórída með konu sinni og 5 ára dóttur.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024