Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2012 | 08:00

Gonzalo Fdez-Castaño mun ekki verja titil sinn á Barclays Singapore Open vegna ágreinings við skipuleggjendur mótsins

Spánverjinn Gonzalo Fernandez-Castaño neitar að hefja titilvörn sína á Barclays Singapore Open í næstu viku.

Hann ber fyrir sig vonbrigði með skipuleggjendur mótsins, sem neita að borga fyrir flugfargjöld hans og gistingu meðan á titilvörninni stendur.

„Ég náði bara engu samkomulagi við skipuleggjendur og þegar ég bað um frí flugfargjöld og gistingu ýttu þeir bara málinu á undan sér og drógu það að svara og héldu bara áfram að draga málið á langinn, þannig að ég varð að aðlaga dagskrá mína að þessu og mun ekki spila í Singapore í næstu viku,“ sagði Gonzo áður en hann hóf 2. hring á HSBC Champions í Shenzhen.

„Það kom bara að þeim punkti að ég var orðinn leiður á að bíða eftir svari og það er svekkjandi því þetta var frábær sigur í frábæru móti og ég mun alltaf eiga góðar minningar af viku minni í Singapore.“

Gonzo tryggði sér stærsta sigur ferils síns með verðlaunatékka upp á € 720.877 (u.þ.b. 119 milljónir íslenskra króna) eftir að sigra Juvic Pagunsan frá Filippseyjum í umspili í mótinu. Báðir voru á samtals 14 undir pari og höfðu rétt spilað 2. högg sín á 1. holu umspils þegar sterkur stormur varð til þess að leik var hætt.

Síðan skall á myrkur og leik var frestað til mánudags, en þá sigraði Gonzo og tryggði sér fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni og 19. sætið á peningalistanum og auk þess þátttökurétt á Opna breska.

Hann og eiginkona hans Alicia sneru aftur til Shangri-La Sentosa Resort Hotel og var fagnað þar með rauðum dregli auk þess sem þjónustufólk hótelsins myndaði heiðursröð til þess að fagna þeim.

Magir eiga eftir að verða undrandi á því að Gonzo tekur ekki þátt í næstu viku.

„Ég er ekki að segja að skipuleggjendur ættu að hafa samþykkt beiðni mína allt sem ég vildi var bara að fá svör,“ bætti hann við.

„Þannig að ég er ekki að kvarta vegna þess að ekki var gengið að kröfum mínum heldur meira vegna þess að ég fékk engin svör.“

Í staðinn ætlar Gonzo, sem nýlega varð 32 ára, að keppa á Dunlop Phoenix Open á japanska túrnum.

Og áður en hann tíaði upp þar sagði Gonzo að landi hans, Ryder Cup fyrirliði Evrópu, José María Olazábal hefði farið fram á að verða boðið til keppni en hann hefði ekki fengið nein svör frá skipuleggjendum Barclays Singapore Open.

Á þessu stigi hefir eftirfarandi kylfingum verið boðið til keppni: Yuta Ikeda, Azuma Yano, Chris Wood. Y.E. Yang, Stephen Gallacher, John Daly og Shigeki Maruyama.

Heimild: www.golfbytourmiss.com