Sandy olli skemmdum á Bethpage Black
Bethpage Black golfvöllurinn er sá erfiðasti af 5 golfvöllum Bethpage State Park á Long Island í New York og í miklu uppáhaldi hjá Íslendingum og öðrum sem hann hafa spilað. Þar fór Barclays mótið fram s.l. ágúst og Opna bandaríska risamótið árin 2002 og 2009 svo eitthvað sé talið. Komast má á heimasíðu Bethpage með því að SMELLA HÉR:
Þegar hvirfilvindurinn Sandy reið yfir urðu allir 5 vellir Bethpage State Park fyrir miklum skemmdum, m.a. liggja 800 tré víðs vegar um völlinn. Andrew Wilson, vallarstjóri Bethpage þakkar fyrir að ekkert trjánna skemmdi flatir, en segir að þeir sem kunnugir séu völlunum muni taka eftir breytingum, þar sem mörg kunnugleg tré vanti nú.
Nokkrir vellir urðu verr úti en aðrir; t.a.m. opnar Guli völlurinn í næstu viku en lengra er í Rauða völlinn og sjálfan Bethpage Black, sem urðu fyrir meiri skemmdum.
Þeir verða líklega lokaðir yfir Þakkargjörðarhátíðina sem eflaust á eftir að valda mörgum vonbrigðum, en mikið hreinsunarstarf er í gangi á Bethpage sem allri New York.
Aðrir golfvellir í New York urðu fyrir skemmdum af völdum Sandy t.a.m. Inwood Country Club en þar skemmdist allt svæðið fyrir viðhald vallarins og á flestum öðrum hafa há tré horfið og í Liberty National golfklúbbnum skoluðust nokkrir bátar upp á golfvöllinn.
Hreingerningarstarf á Bethpage State Park er maraþonverkefni sem ekki verður fulllokið í vetur en vonast er til að allir vellirnir 5 verði komnir í lag fyrir vertíðina 2013.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024