Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Haukur Óskarsson – 5. nóvember 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Haukur Óskarsson. Einar Haukur er fæddur 5. nóvember 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!

Einar Haukur Óskarsson, GK á Íslandsmótinu í höggleik 2012 að Hellu. Mynd: Golf 1

Einar Haukur byrjaði að spila golf 12 ára gamall. Hann lærði golfvallarfræði í Elmwood College og var vallarstjóri GOB, en flutti sig yfir í Golfklúbbinn Keili á þessu ári.

Meðal afreka hans í golfinu er að sigra á 3. stigamóti íslensku mótaraðarinnar 2009. Eins fékk Einar Haukur silfrið á Íslandsmeistaramótinu eftirminnilega í holukeppni 2009, eftir æsilegan úrslitaleik við Kristján Þór Einarsson, GK, (þá GKJ).

Meðal helstu afreka Einars Hauks í ár, 2012, er að sigra á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, í Grafarholtinu.

Keiliskylfingarnir Einar Haukur Óskarsson og Tinna Jóhannsdóttir, sigurvegarar á 6. og síðasta móti á Eimskipsmótaröðinni 2012, Síma mótinu. Mynd: gsimyndir.net

Á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Örninn golfverslun í Leirunni fór Einar Haukur holu í höggi á 13. braut og notaði til þess 4-járn.  Á Íslandsmótinu í höggleik var Einar Haukur á besta skorinu á lokahringnum, var á glæsiskori 5 undir pari á Hellu eða 65 höggum og lyfti sér þar með úr 35. sætinu í 13. sætið. Eftirminnileg er líka frammistaði Einars Hauks á innanfélagsmóti hjá Keili í júní á þessu ári þegar hann sló næstum því vallarmet af gulum; spilaði á 6 undir pari,  65 höggum en vallarmet á Hvaleyrinni af gulum eru 64 högg.

Loks er e.t.v. vert að geta þess að Einar Haukur reyndi fyrir sér á sænsku Nordea mótaröðinni en varð í 25. sæti og munaði minnstu að hann kæmist í gegn í úrtökumótinu.

Einar Haukur er kvæntur Guðrúnu Þuríði Höskuldsdóttur.

Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Einar Haukur Óskarsson (30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar eru:  Marco Crespi, 5. nóvember 1978  (34 ára);  Bubba Watson, 5. nóvember 1978;  …… og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is