Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 09:00

Jim Flick deyr – 82 ára að aldri

Jim Flick, sem var golfkennari í yfir 50 ár og var með marga fræga golfnemendur, menn á borð við  Tom Lehman og Jack Nicklaus, dó í gær úr krabbameini í brisi, 82 ára að aldri.

Hann horfði á gamla nemanda sinn Tom Lehman ná því að verða stigameistara á Champions öldungamótaröðinni 2. árið í röð s.l. sunnudag, en Lehman talaði við Flick sunnudaginn fyrir sigurinn á Charles Schwab Cup Championship í Desert Mountain.

Flick kenndi golf í 23 löndum og stýrði m.a. námskeiðum í golskólum Golf Digest og ESPN. Hann var yfirgolfkennari í Desert Mountain í Scottsdale, Arizona, í 20 ár og skrifaði 5 golfbækur. Nicklaus leitaði m.a. til Flick 1990 eftir að golfkennari hans til langs tíma, Jack Grout, dó. Þeir settu á stofn the Nicklaus-Flick Golf Schools, sem voru starfandi á árunum 1991 – 2003.

Jim Flick var frá  Bedford, Indiana og byrjaði að spila golf 10 ára  Hann var í sama háskóla og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, stundar nám við og spilar með golfliðinu þ.e. Wake Forest. Í Wake Forest var Flick á körfuboltastyrk og var herbergisfélagi  Arnold Palmer. Flick gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift fyrir 60 árum, árið  1952 og keppti í mótum þar til hann gerði sér grein fyrir að frami hans lá í golfkennslu.

Flick var valinn PGA golfkennari ársins 1988 og hann var vígður í frægðarhöll golfkennara í Suður-Ohio, 2002.  Golf World magazine valdi hann einn af 10 bestu golfkennurum 20. aldar.

Í nýlegu viðtali við Golfweek magazine, sagði Flick að hann hefði áhyggjur af fullkomunaráráttu margra kylfinga í dag.

„Leikurinn hefir verið yfirtekinn af vísindum,“ sagði hann. „Golf er eitt form listar. Golfsveiflan er hreyfing íþróttamanns. Að vera tæknilegur og eins og vélmenni er það versta sem hægt er að gera.“

Lehman varð nemandi Flick 1990 þegar hann átti í erfiðleikum á minni mótaröðunum í golfi. Hann hugsaði um Flick allan lokahringinn í Desert Mountain, þar sem hann lauk leik á skori upp á 65 með 6 högga forystu á þann sem næstur kom, Jay Haas og varð stigameistari annað árið í röð og sá fyrsti á Champions Tour sem það hefir tekist.“

„Ég er viss um að hann var að horfa á mig á síðustu holunni,“ sagði Lehman í fyrradag, þ.e. á sunnudaginn. „Ég var viss um að þetta væri í síðasta sinn sem hann sæji mig slá með dræver og ég vildi slá vel. Og síðasta 7-járnið, sem hann sá mig slá með og ég vildi slá vel. Og síðasta púttið …. mig langaði til að setja það niður. Ég vildi ekki bara setja það niður til að vinna með 6 höggum. Ég vildi setja það niður fyrir hann.“

Flick lætur eftir sig eiginkonu sína Geri og fimm uppkomin börn.