Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2012 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (31. grein af 34): Marjet Van der Graaff

Hollenski kylfingurinn Marjet Van der Graaff varð T-4 á Q-school LET nú fyrr á árinu og hefir því keppt keppnistímbilið 2012 á Evrópumótaröð kvenna.

Marjet fæddist 22. júlí 1982 í Roosendaal en Nispen í Hollandi og varð því 30 ára á árinu.  Hún er 1,68 m há með brúnt hár og græn augu.

Hún byrjaði að spila golf 13 ára og er félagi í Broekpolder GC í Vlaardingen, heima í Hollandi. Hún var í háskóla heima í Hollandi í viðskiptafræði. Hún er í hollenska landsliðinu, sem jafnframt er aðalstyrktaraðili hennar á LET. Van der Graaf hefir verið á LET í 6 ár en nýliðatímabil hennar var 2007.

Sem áhugamaður vann Marjet m.a. Italian Amateur Championship 2006 og ári síðan varð hún svissneskur meistari áhugamanna og í 2. sæti á Finnish Amateur 2007.

Besti árangur hennar sem atvinnumanns á LET er 7. sætið á UNIQA Ladies Golf Open í Austurríki, árið 2009.