Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2012 | 17:00

GR: Ágúst Jensson ráðinn yfirvallastjóri

Ágúst Jensson hefur verið ráðinn yfirvallastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur og tók við því starfi þann 1. nóvember síðastliðinn.

Ágúst er GR-ingum vel kunnugur þar sem hann hefir verið vallarstjóri á Korpúlfsstöðum síðastliðin 10 ár.

Ágúst er menntaðar golfvallafræðingur frá Elmwood College í Skotlandi auk þess sem hann er með Bs gráðu í viðskiptafræði með áherslu á Stjórnun frá Háskólanum á Akureyri.

Starf yfirvallastjóra er ný staða hjá GR og mun yfirvallastjóri bera ábyrgð á rekstri golfvalla klúbbsins auk annara verka er snúa að viðhaldi og rekstri valla GR og þeirra verkefna sem GR tekur að sér er snúa að viðhaldi íþrótta/golfvalla.

Golf 1 óskar Ágústi velfarnaðar í nýju starfi!!!

Heimild: grgolf.is