Kylfingar 19. aldar: nr. 16 Lucy Barnes Brown
Lucy Barnes Brown (fædd Lucy Nevins Barnes), fæddist 16. mars 1859 í New York City í Bandaríkjunum. Hún er þekktust fyrir að sigra á fyrsta US Women´s Amateur mótinu 1895.
Lucy giftist Charles Stelle Brown 1880 og keppti 1895 undir nafninu Frú Charles S. Browne og var fulltrúi Shinnecock Hills golfklúbbsins. Shinnecock Hills var með félaga á þeim árum í klúbbnum, sem hétu Barnes og bandaríska golfsambandið er með getgátur hvort Frú Brown hafi verið dóttir þeirra.
Bandaríska golfsambandið var nýstofnað 1894 og árið 1895 hélt það fyrstu mót sín US Amateur og US Open. Þann 9. nóvember 1895 var fyrsta US Women´s Amateur meistaramótið haldið í Meadow Brook Club í Town of Hempstead, New York. Leikfyrirkomulag var 18 holu höggleikur (holukeppni, sem er núverandi leikfyrirkomulag var farið að nota árið eftir). Þrettán konur kepptu og frú Brown vann sem fyrr segir með skor upp á 132 högg, sigraði Nellie C. Sargent með 2 höggum. Skorið upp á 132 högg var metið á kvennvellinum á þeim tíma. Frú Brown keppti ekki aftur í Women´s Amateur mótinu. Beatrix Hoyt (sem Golf 1 hefir áður fjallað um 4. nóvember s.l.) vann næstu 3 US Women´s Amateur mót.
Eiginmaður Lucy, Charles S. Brown, stofnaði fasteignafyrirtæki árið 1873 sem er enn starfandi í dag undir nafninu Brown Harris Stevens LLC. Eitt af börnum Lucy og Charles, Archibald M. Brown, var síðar forseti Shinnecock Hill Golf Club. Lucy og Charles voru enn á lífi í Manhattan 1920, en ekki er vitað um nákvæmt dánardægur Lucy.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024