Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 08:00

Evróputúrinn: Eldingar stöðva leik í Singapore í 2. sinn – ekki tókst að ljúka hringjum 2. dags – Nirat Chapchai forystumaður 1. dags

Þegar leik var hætt í gær fyrsta dag Barclays Singapore Open var Daninn Thomas Björn í forystu. Eftir að allir höfðu lokið 1. hring í dag, á 2. degi mótsins var ljóst að Thaílendingurinn Nirat Chapchai átti besta skor á 1. hring: 65 högg; Thomas Björn var 1 höggi á eftir honum á 66 höggum.

Í dag á 2. hring mótsins er leik aftur hætt vegna eldinga eða „hættulegs ástands á velli“ (ens. a dangerous situation on course) sem var ástæðan í gær.  Þegar leik var hætt í 2. sinn er Chapchai enn í forystu en nú ásamt Englendingnum Simon Dyson. Í raun eiga svo margir eftir að ljúka leik að ekki er hægt að segja hver er efsti maður eftir 2. dag fyrr en leikur hefst að nýju og allir hafa lokið 2. hring.

Til þess að sjá stöðuna etir að leik var hætt á 2. hring Barclays Singapore Open SMELLIÐ HÉR: