Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2012 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2012

Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og því 16 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og aldeilis búin að slá í gegn á Unglingamótaröð Arion banka í sumar. Í upphafi árs var hún valin efnilegasti kylfingurinn, ásamt Óðni Þór Ríkharðssyni við verðlaunafhendingu í tilefni af  vali á íþróttakarli og konu Garðabæjar.

Gunnhildur sigraði á 1. móti Unglingamótaraðar Arionbanka uppi á Skaga í flokki telpna 15-16 ára og einnig a 2. mótinu á Þverárvelli.

Þrjár efstu í flokki 15-16 ára á Unglingamótaröð Arion banka, á Þverárvelli, 2. júní 2012. Sigurvegarinn Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, (t.v.); Sara Margrét Hinriksdóttir, GK (f.m.) varð í 3. sæti og Ragnhildur Kristinsdóttir GR, (t.h.) í 2. sæti. Mynd: Golf 1

Á 3. móti Unglingamótaraðarinnar á Korpunni varð Gunnhildur í 5.sæti; á Íslandsmótinu í höggleik varð Gunnhildur í verðlaunasæti þ.e. 3. sætinu:

igurvegarar á Íslandsmótinu í höggleik 2012. F.v.: Sara Margrét Hinrkisdóttir, GK, 2. sæti; Ragnhidlur Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik telpna 15-16 ára; Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, 3. sæti. Mynd: golf.is

Á 5. móti Unglingamótaraðaraðar-innar, sem var Íslandsmótið í holukeppni sigraði Gunnhildur!!! …. og er því Íslandsmeistari í holukeppni telpna 2012….. og svo varð hún í 3. sæti á lokamóti Unglingamóta-raðarinnar í ár í Oddinum.

Sigurvegarar á 6. og síðasta móti Unglingamótaraðar Arion banka 2012. F.v.: Sara Margrét Hinriksdóttir, GK; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: Helga Björnsdóttir

Íslandsmeistarinn í holukeppni í telpnaflokki, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, f.m.; Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, t.v., hlaut 2. sætið og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, t.h., hlaut 3. sætið. Mynd: gsimyndir.net

Gunnhildur tók þátt í fyrsta sinn á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar þ.e. í fyrsta móti mótaraðarinnar í Leirunni og varð í 23. sæti af konunum, sem er ágætisárangur miðað við að hún var meðal yngstu þátttakenda.

Eins keppti Gunnhildur í nokkrum mótum erlendis í sumar m.a. European Young Masters mótinu, sem fram fór 23.-28. júlí, en leikið var á Royal Balaton vellinum í Ungverjalandi og Lalandia mótinu í Danmörku, en þar náði Gunnhildur þeim glæsilega árangri að verða í 1. sæti!!!

F.v.: Egill Ragnar Gunnarsson, GKG; Aron Snær Júlíusson, GKG, Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sara Margrét Hinriksdóttir, GK. Mynd: http://eym.hungolf.hu/photos/team_photos_2012

Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má  á facebook síðu Gunnhildar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan

Gunnhildur Kristjánsdóttir (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (70 ára stórafmæli!!!);  Karin Mundinger, 9. nóvember 1959 (53 ára);  David Duval, 9. nóvember 1971 (41 árs) ….. og ……


Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is