Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2011 | 17:30

Um sigur Martin Kaymer á HSBC

Hér á eftir fara nokkrar staðreyndir um Martin Kaymer og sigur hans í dag (6. nóvember) á HSBC:

• Þetta er 10. sigur Kaymer á Evróputúrnum í 120 mótum, sem hann hefir tekið þátt í.

• Verðlaunafé Kaymer er nú  €2,830,264 í The Race to Dubai.

• Martin Kaymer hefir unnið meira en €2 milljónir á 1 ári, 3. árið í röð á Evrópumótaröðinni.

• Næsta víst er að Kaymer fer úr 6. sætinu, sem hann er í, í það 4. á heimslistanum á morgun.

• Þetta er 2. sigur Martin Kaymer 2011, en hann sigraði líka á Abu Dhabi HSBC Golf Championship.

• Martin Kaymer verður með þessu 9. kylfingurinn sem unnið hefir oftar en tvisvar á Evrópumótaröðinni í ár. Hinir eru: Luke Donald (WGC – Accenture Match Play Championship, BMW PGA Championship og Barclays Scottish Open), Thomas Björn (Commercialbank Qatar Masters presented by Dolphin Energy, Johnnie Walker Championship at Gleneagles og Omega European Masters), Charl Schwartzel (Joburg Open og Masters Tournament), Martin Kaymer (Abu Dhabi HSBC Golf Championship og WGC – HSBC Champions), Darren Clarke (Iberdrola Open og The 140th Open Championship), Alex Noren (Saab Wales Open og Nordea Masters), Simon Dyson (Irish Open presented by Discover Ireland og KLM Open), Michael Hoey (Madeira Islands Open og Alfred Dunhill Links Championship) og Sergio Garcia (Castelló Masters og Andalucia Masters).

• Martin Kaymer hefir nú sigrað oftar en 1 sinni á ári, á Evrópumótaröðinni 4. árið í röð. Hann vann tvívegis 2008, tvívegis 2009, fjórum sinnum 2010 og 2 sinnum það sem af er árs, 2011.

• Þessi sigur Martin er sá fyrsti í WGC móti og næst í 15. skiptinu sem hann tekur þátt í WGC móti.

• Þessi sigur er betri en besti árangur hans hingað til í WGC mótum; en besti árangur Kaymer hingað til var 2. sætið í  WGC – Accenture Match Play Championship.

• Þessi sigur hans næst í 3. skiptinu sem hann tekur þátt í WGC – HSBC Champions. Hann var T-6 árið 2009 og T-30 í fyrra, 2010.

• Martin Kaymer er fyrsti Þjóðverjinn til þess að sigra í WGC móti.

• Lokahringur hans upp á  63 högg (-9)  er lægsta skor sigurvegara WGC – HSBC Champions, slær metið 67 (-5) sem Francesco Molinari setti í fyrra, 2010.

• Lokahringur hans upp á  63  högg (-9) er lægsta lokaskor sigurvegara á öllum WGC höggleikjamótum og bætir metskorið  (-6)  sem Hunter Mahan átti á 2010 WGC – Bridgestone Invitational.

• Martin Kaymer spilaði síðustu 9 holur sínar á 29  höggum (-7). Þetta jafnar lægsta skor á 9 holum á Evrópumótaröðinni.

Aðrar staðreyndir:

• Martin Kaymer er 3. kylfingurinn frá meginlandi Evrópu til þess að sigra á WGC móti, á eftir  Henrik Stenson (2007 WGC – Accenture Match Play Championship) og Francesco Molinari (2010 WGC – HSBC Champions).

• Er 9. korthafi Evróputúrsins til þess að sigra á WGC.

• Martin er 21. kylfingurinn til þess að sigra WGC móti.

• Að ná upp 5 höggum sem Fredrik Jacobson átti fyrir lokahringinn er stærsta „endurkoma“ á 2011 keppnistímabilinu, og slær við 4 höggin sem Charl Schwartzel (Masters), Darren Clarke (Iberdrola Open) og Tom Lewis (Portugal Masters) urðu að vinna upp.

• Þessi 5 högg sem hann varð að vinna upp er stærti höggafjöldi sem unnist hefir upp í WGC höggleikjakeppni. Þetta slær við 3 högga „come back“ meti sem Tiger Woods átti Bridgestone Invitational 2009 og Hunter Mahan á WGC – Bridgestone Invitational, í fyrra 2010.

• Aðeins 26 ára og 313 daga gamall er Martin Kaymer 6. yngsti kylfingur í sögu Evrópumótaraðarinnar til þess að sigra í 10 opinberum mótum. Þeir sem voru yngri eru: Seve Ballesteros (22 ára og 103 daga), Tiger Woods (24 ára og 324 daga), José Maria Olazábal (25 ára og 40 daga), Sir Nick Faldo (26 ára og 55 daga) og Sandy Lyle (26 ára og 240 daga).

• Þetta er 62. sigur Þjóðverja í sögu Evrópumótaraðarinnar.

• Martin Kaymer hefir unnið sér inn meira en €12 milljónir á Evrópumótaröðinni, aðeins í 120 mótum, sem hann hefir tekið þátt í.

• Þetta er 17. sigur  Martin Kaymer, sem atvinnukylfings.

Heimild: europeantour.com