Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 08:15

LPGA: Inbee Park efst fyrir lokahring Lorena Ochoa Invitational

Það er Inbee Park, frá Suður-Kóreu,  sem leiðir fyrir lokahring Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara, Mexíkó.

Park er samtals búin að spila á 15 undir pari, 201 högg (67 68 66).  Inbee Park er búin að eiga frábært keppnistímabil. Hún er aðeins 58 punktum á eftir Stacy Lewis í að verða leikmaður ársins á LPGA (og nú eru bara 5 mót eftir á dagskrá LPGA það sem eftir er ársins). Tvo titla er hún svo til  búin að tryggja sér hvort sem hún vinnur í Mexíkó eða ekki – hún er með lægsta meðaltalsskorið, sem hún hlýtur Vare Trophy fyrir og er efst á peningalista LPGA.

Í 2. sæti er Cristie Kerr á samtals 13 undir pari og í 3. sæti er So Yeon Ryu á samtals 12 undir pari.

Í 4. sæti er síðan forystukona gærdagsins Angela Stanford á 11 undir pari og í 5. sæti er Karine Icher á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Lorena Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR: