Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2012 | 09:15

Evróputúrinn: 73 komust á lokaúrtökumótið í Girona

Nú liggur fyrir hverjir þeir 73 eru sem spila um kortin sín á Evrópumótaröð karla á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, 24.-29. nóvember n.k.

Því miður er Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson, ekki þar á meðal en hann er einn af þeim 303, sem spiluðu á 2. stigi úrtökumótsins.

Annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina fór fram á 4 mismunandi stöðum um allan Spán, en Birgir Leifur spilaði á El Valle í Murcia, en þar sigraði Ítalinn Nicolo Ravanna.

Aðrir sigurvegarar á 2. stigi voru þeir Liam Bond frá Wales, sem vann á Lumine golfvellinum, Skotinn Jamie McLeary, sem sigraði á El Saler og Hollendingurinn Tim Sluiter, sem sigraði á Las Colinas í Campoamor og í 2. sæti varð landi hans Daan Huizing (sjá mynd).

Meðal þeirra sem spila í Girona eru Knut Borsheim, sem er eini Norðmaðurinn sem spilar í lokaúrtökumótinu og eins Bandaríkjamaðurinn Scott Pickney, sem komst í gegnum Q-school 2012 en tókst ekki að halda korti sínu. Eins komst í gegn Tékkinn Ondrej Lieser, sem er að vonast til að verða fyrsti Tékkinn á Túrnum.