Viðtalið: Axel Bóasson, GK.
Axel Bóasson er einn af þeim afrekskylfingum sem spilar í bandaríska háskólagolfinu. Hann stundar nám og spilar með golfliði Mississippi State. Axel er, án þess að á nokkurn sé hallað, einn af okkar albestu kylfingum, varð m.a. Íslandsmeistari í höggleik 2011. Hér fer viðtalið við Axel:
Fullt nafn: Axel Bóasson.
Klúbbur: Golfklúbburinn Keilir.
Hvar og hvenær fæddistu? Reykjavik 3. júní 1990.
Hvar ertu alinn upp? Garðabæ.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Allir spila golf nema kærastan, mamma og pabbi og systir og bróðir minn.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? 8 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Allir í fjölskyldunni spiluðu og mig langaði að prufa þetta.
Í hvaða námi ertu? Fjármálafræði.
Hvernig lítur dæmigerður skóladagur út hjá þér hjá Mississippi State? 7-8 rækt, 9-12 skóli, 2-5 golf, restin af deginum fer i lærdóm eða eitthvað annað.
Hvað kunnurðu best við í Bandaríkjunum þegar þú komst fyrst þangað? Golfið og að spila fyrir skólann.
Hvað fannst/finnst þér verst við Bandaríkin? Maturinn.
Hvað myndir þú ráðleggja krökkum sem eru að spá í að fara að læra í Bandaríkjunum og spila golf með bandaríska háskólaliði? Undirbúa sig vel fram í tímann.
Hver er munurinn á golfvöllum á Íslandi og Bandaríkjunum? Grasið og lengdin.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Strandarvelli.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi? Hvaleyrin í Keili.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum? Old Waverly í Mississippi.
Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á? Fulton Country Club í Mississippi.
Hvað ertu með í forgjöf? +2.6
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? 65 í Leirunni.
Hvert er lengsta drævið þitt? 370 metrar.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? 8. sæti á Evrópumóti einstaklinga.
Hefir þú farið holu í höggi? Tvisvar
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Tvær heimsmurðar samlokur og tvær kókómjólk – klikkar ekki!
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Já, fótbolta og handbolta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók? Uppáhaldsmatur er: eitthvað af grillinu frá pabba, uppáhaldstónlist: ég hlusta lítið á tónlist; Uppáhaldskvikmyndin: þessa dagana er Avenger mikið i uppáhaldi; Uppáhaldsbók: ég les eiginlega ekkert i mínum frítima.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Tinna Jóhannsdóttir og Tiger Woods.
Hvert er draumahollið? Tiger Woods, Rory McIlory, John Daly.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? 9 gráðu Taylormade R9, 15,5 Taylormade r11s, Titleist MB 3-Pw, Titleist Vokey 52°, 56° og 60°.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Björgvin Sigurbergsson.
Ertu hjátrúarfullur? Smá, er alltaf með í vasanum skrúbbinn, flatargafall, íslenskann pening, og svo 3 tí.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Verða betri og ná langt sem atvinnumaður, bara njóta lífsins eins og ég get.
Hvað finnst þér best við golfið? Hef séð heiminn með að spila golf og maður hefur lært mikið á að taka þátt í þessari íþrótt.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 90%
Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum almennt? „Æfingin skapar meistarann.“
Hvaða plön ertu með fyrir framtíðina? Þegar ég klára skólann langar mig mikið að byrja í atvinnumennskunni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024