Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2012 | 01:45

LPGA: Cristie Kerr sigraði á Lorena Ochoa Invitational

Það var bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr sem stóð uppi sem sigurvegari í Lorena Ochoa Invitational í Guadalajara í Mexíkó.

Cristie lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (67 69 67 69) og hlaut að launum $ 200.000,- (u.þ.b. 24 milljónir íslenskra króna).

Sigurinn var naumur en hún átti aðeins 1 högg á þær sem næstar komu: Inbee Park frá Suður-Kóreu og Angelu Stanford frá Bandríkjunum.

Fjórða sætinu deildu nr. 2 á Rolex-heimslista kvenna Stacy Lewis og Candie Kung frá Tapei á samtals 12 undir pari, hvor  Í sjötta sæti voru  síðan tvær frá Suður-Kóreu: Haeji Kang og So Yeon Ryu, á 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Lorena Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR: