Rory nr. 1 á peningalistum PGA Tour og Evrópumótaraðarinnar
Rory McIlroy frá Norður-Írlandi tryggði sér í gær 1. sætið á peningalistum beggja vegna Atlantsála þ.e. á PGA Tour og Evrópumótaröðinni, eftir að hafa náð 3. sætinu á Sentosa golfstaðnum í Singapore á Barclays Singapore Open mótinu.
Þetta þótti óheyrt afrek aðeins fyrir ári síðan þegar Luke Donald afrekaði það fyrstur kylfingar, þá nr. 1 á heimslistanum, líkt og Rory er núna.
McIlroy var á leið á Changi flugvöllinn þegar hann heyrði að hann væri sá yngsti til að leiða peningalistann í Evrópu í 32 ár eða allt frá því að Sandy Lyle var yngstur 1980 og Seve Ballesteros á undan honum 1976.
„Það er virkilega geysilega ánægjulegt að verða loks nr. 1 á peningalistanum í Evrópu, sérstaklega eftir að hafa verið í 2. sæti s.l. 3 ár,“ sagði hann.
„Það hefir alltaf verið eitt af markmiðum mínum að verða nr. 1 í Evrópu allt frá því ég tryggði fyrst kortið mitt fyrir 5 árum, en síðan að vera nr. 1 bæði á Evrópumótaröðini og PGA Tour er ótrúlegt.“
„Ég er svo stoltur og auðmjúkur að vera jafnfætis svo mörgum frábærum nöfnum í golfsögu Evrópu, sem hafa verið nr. 1 á peningalistanum.“
„Og að hafa náð þessu markmiði þegar enn á eftir að spila á tveimur mótum í Race to Dubai þýðir að ég get farið inn í UBS Hong Kong Open mótið og varið titil minn þar og síðan á DP World Championship Dubai án aukins þrýstings og bara notið þess að spila golf”.
„Að sigra í 2. risamóti mínu hefir þegar gert þetta að frábæru keppnistímabili fyrir mig en síðan að fylgja í fótspor Luke Donald og verða nr. 1 á báðum peningalistum er kremið á kökunni fyrir mig á þessu frábæra keppnistímabili.“
Og loks sagði Rory: „Ég setti sjálfum mér mikið af metnaðarfullum markmiðum í upphafi árs og ég hef náð svo mörgum að tilfinningin er frábær.“
„Ég er með gott forskot á heimslistanum, en þegar svona margir góðir kylfingar eru beggja vegna Atlantshafsins mun ég ekki geta hvílt á fornri frægð. Markmið mitt er að halda áfram á næsta ári.“
Byggt að nokkru á grein á: Golf By Tour Miss
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024