Nýju stúlkurnar á LET 2012 (34. grein af 34): Jodi Ewart
Það var enska stúlkan Jodi Ewart sem bar sigurorð af öllum í Q-school LET nú fyrr á árinu. Með þessari grein hafa „nýju kylfingarnir“ á öllum 4 helstu golfmótaröðum heims, árið 2012 verið kynntir: PGA; LPGA; Evróputúrsins og nú LET. Það er ágætt því nú fara að hefjast ný úrtökumót og mun Golf 1 halda áfram að kynna „nýju kylfingana“, sem eru oftar ekki eru gamlir í hettunni að vinna sér inn aukinn spilarétt … en svo alltaf einhverjir nýjir áhugaverðir inn á milli.
En nú að Jodi Ewart sigurvegara Q-school LET 2012, þeirri sem varð í 1. sæti.
Jodi Ewart er fædd 7. janúar 1988 í Northallerton í Englandi og er því 24 ára. Hún byrjaði að spila golf 8 ára. Meðal áhugamála Jodi eru að slappa af á strönd, horfa á sjónvarp, verja tíma með kærestanum og vera í ræktinni. Hún segir afa sinn og þjálfara Andy Marshall hafa haft mest áhrif á að hún lagði golfið fyrir sig. Hún stundaði nám við University of New Mexico og útskrifaðist 2010, sem sálfræðingur. Hún býr í Flórída þar sem hún er við æfingar í IMG Leadbetter Golf Academy. Fylgjast má með Jodi á Twitter á: @Jodi_Ewart.
Sem áhugamaður sigraði Jodi á Daily Telegraph Junior Championship 2005 í Dubai, Hún var í Great Britain & Ireland Curtis Cup liðinu 2008 og í Vagliano liðinu 2009. Hún var enskur meistari 2008 og 2009. Í University of New Mexico sigraði Jodi Ewart 5 sinnum í einstaklingskeppnum í bandaríska háskólagolfinu og er tvöfaldur NCAA All-American (2009, 2010). Árið 2009 var Jodi valin í NGCA All-American First Team.
Þann 1. júní 2010 gerðist Ewart atvinnumaður í golfi. Árið 2011 spilaði hún í 13 mótum á LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour) og varð 4 sinnum meðal 10 efstu og besti árangur hennar var T-3 á the Vidalia Championship. Hún varð í 4. sæti á LPGA Qualifying School og hefir verið með fullan keppnisrétt á LPGA í ár líka. (Sjá má kynningu Golf 1 á Jodi Ewart sem nýju stúlkunni á LPGA með því að SMELLA HÉR:
Glæsilegur árangur þetta, að verða í 4. sæti í Q-school LPGA og sigra í Q-school LET og hefir eiginlega verið hljóðar um Jodi Ewart en efni standa til – hún er einfaldlega mikið framtíðarefni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024