Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2011 | 11:15

Fréttatilkynning Adam Scott um Williams/Woods-kynþáttafordóma-málið

Á heimasíðu Adam Scott gefur að finna eftirfarandi fréttatilkynningu:

„Ég vil grípa þetta tækifæri og ræða ummæli sem höfð voru eftir kylfusveini mínum, Steve Williams á  Annual Caddy Awards Dinner s.l. viku í  Shanghai, og fjölmiðlaumfjöllunina sem fylgdi.

Ég vil að það sé algjörlega skýrt að ég hvorki styð né líð kynþáttafordóma. Ég trúi því að það sé alls ekkert rúm fyrir kynþáttamismunun hvar sem er í lífinu, þ.m.t. í golfíþróttinni.

Ég hef rætt málið við Steve og hann skilur og styður skoðanir mínar í þessu. Ég tek líka til greina afsökunarbeiðni Steve, vitandi að hann vildi ekki vera með neitt kynþáttaníð í ummælum sínum.

Fyrir hönd liðs okkar bið ég alla þá persónulega afsökunar sem kynnu að hafa orðið sárir vegna ummælanna. Vinsamlegast meðtakið afsökunarbeiðni mína þannig að við getum öll haldið áfram.

Ég lít svo á að málinu sé lokið. Ég mun ekki tjá mig frekar um málið.“