Stacy Lewis – leikmaður ársins 2012 á LPGA – fyrsti bandaríski kylfingurinn frá því Beth Daníel hlotnaðist heiðurinn, 1994
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis valin kylfingur ársins

Bandaríska stúlkan Stacy Lewis var valin Rolex kylfingur ársins og varð þar með fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að hljóta titilinn í næstum 2 áratugi. Frægðarhallar og LPGA-kylfingurinn Beth Daniel er síðust Bandaríkjamanna til að vinna titilinn árið 1994 og var við athöfnina í The Ritz Carlton Golf Resort í Naples, Flórída, til þess að aðstoða við verðlaunaafhendinguna.

„Þegar ég hugsa tilbaka fyrir 10 árum man ég eftir að ég sat á skrifstofu læknisins og hann sagði mér að ég yrði að fara í skurðaðgerð vegna baksins á mér,“ sagði Lewis m.a. þegar henni voru afhent verðlaunin. „Það var á þeim tíma, sem ég hélt að ég myndi aldrei spila golf aftur. Nú 10 árum síðar er ég hér og er kylfingur ársins, það er brjálað. Það er ekki eðlilegt, vitið þið? Fólk sem venjulega vinnur til titilsins leikmaður ársins er hæfileikaríkt og hefir spilað vel allan tímann, en ég hef hægt og bítandi unnið mig upp og ég held að það sem ég hef yfirstígið hafi gefið mér mest,“ en Lewis þurfti frá 11 ára aldri og í 7 1/2 árað vera með spelkur á bakinu til að leiðrétta  sveigju á mænu sinni vegna scoliosis. Hún fékk aðeins að taka þær af þegar hún spilaði golf.

„Þetta er ótrúlegt, sérstaklega eins og ég hef spilað síðustu mánuðina undir allri pressunni,“ sagði Lewis ennfremur. „Ég hef verið að hugsa um það á hverjum degi og allan tímann og mér finnst það bara brjálæðislegt hversu langt ég hef náð á síðustu árum. Að vera besti kylfingurinn á Túrnum, ég veit bara ekki hvað skal segja.“

Heimild: LPGA