Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2012 | 09:00

Sólskinstúrinn: Stenson enn í forystu eftir 3. hring á SA Open Championship

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson er enn í forystu eftir 3. hring SA Open Championship þrátt fyrir harða atlögu að 1. sætinu frá George Coetzee, frá Suður-Afríku, sem átti glæsihring upp á 63 högg í gær.

Stenson er samtals búinn að spila á samtals 16 undir pari, 200 höggum (66 65 69). Eftir hringinn sagði Stenson, sér mjög vel meðvitaður um glæsihring Coetzee: „Ég er enn í sömu stöðu jafnvel þó George (Coetzee) og Magnus (A. Carlson) séu að blása niður í hálsmálið á mér. Ég er enn í góðu formi fyrir lokahringinn.“

Coetzee og Svíinn Magnus A Carlson eru í 2. sæti, 3 höggum á eftir Stenson á 13 undir pari, 203 höggum; Coetzee (70 70 63) og Carlson (68 67 68).

Í 4. sæti er Darren Fichardt frá Suður-Afríku og í 5. sæti er síðan forystumaður fyrstu 2 dagana, landi hans Merick Bremner.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. hring á SA Open Championship SMELLIÐ HÉR: