Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 5 af 10) – Myndskeið af mávauppákomunni frægu á par-3 17. braut TPC Sawgrass
Sautjánda par-3 brautin á TPC Sawgrass, í Ponte Vedra, Flórída er einkennisbraut þessa, eins erfiðasta golfvallar heims, þar sem Players mótið fer fram á hverju ári og hún er meðal best þekktu par-3 brauta í heiminum. Til marks um það er t.d. að NBC sjónvarpsstöðin er með 11 tökuvélar sem beinast að brautinni einni þegar Players mótið fer fram.
Það sem er sérstakt er að slegið er á landfesta hálfeyju og „brautin“ í raun ekkert annað en hálfeyja, 24 metra löng flöt með sandglompu fyrir framan. Hér er nákvæmni lykilatriðið, sem og góð lengdarstjórnun.
Brautin var hönnuð 1980 af Pete og Alice Dye og er 132 yarda (121 metra) frá teig að flöt – (flestir atvinnumenn þurfa aðeins fleygjárn).
Eitt frægasta atvik á par-3 17. brautinni á Players var árið 1998 þegar mávur stal golfbolta Steve Lowery, sem búinn var að hitta flötina. Mávurinn tókst síðan á loft með boltann í goggi sér og missti hann í vatnið, sem er umhverfis hálfeyjuna. Lowery fékk að leggja boltann aftur á þann stað sem hann var upphaflega á skv. reglu 18-1, en þar segir: „Ef bolti er hreyfður úr kyrrstöðu af einhverju óviðkomandi er það vítalaust og leggja verður boltann aftur á sinn fyrri stað.“ Mávurinn var svo sannarlega eitthvað óviðkomandi á golfvelli og atvikið fest á filmu.
Sjá má mávauppákomuna frægu með því að SMELLA HÉR:
Þess mætti geta að í 80 viðtölum sem Golf 1 hefir tekið við íslenska kylfinga nefna flestir eða 8 (þ.e. 10%) að TPC Sawgrass sé uppáhaldsgolfvöllur þeirra erlendis, þ.e. hvar sem er í heiminum. Sawgrass er í jafnmiklu uppáhaldi og Old Course á St. Andrews en það voru líka 8 (þ.e. 10%) segja hann uppáhaldsgolfvöll sinn (en á honum eru aðeins 2 par-3 brautir og e.t.v. ekki þær frægustu á vellinum nema ef vera skyldi fyrir þá sök að þær hafa eins og 14 aðrar brautir vallarins tvíbura-flatir (ens.: twin greens), þ.e. deila flöt sinni með öðrum brautum vallarins).
En svona í lokin stutt aftur að 17.braut á TPC Sawgrass: Margar par-3 brautir hafa verið hannaðar að fyrirmynd hennar og er 16. brautin á Hamarsvelli hjá GB í Borgarnesi ein slík. Sums staðar eru jafnvel til par-3 brautir þar sem flötin er eyja og kylfingar þurfa að taka bát til þess að komast á flöt, sbr. 14. brautina í Coeur d´Alene golfklúbbnum í Idaho, en hún er frægt dæmi þessa (sjá myndir hér að neðan).
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024