Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 10:00

Evróputúrinn: DP World Tour Championship hefst í dag í Dubai – bein útsending

Þá er loks komið að því, lokamótinu á Evrópumótaröðinni: DP World Tour Championship þar sem 60 efstu á peningalista Evrópumótaraðarinnar Race to Dubai, keppa sín á milli.

Tíu efstu í mótinu hljóta auk verðlaunafjársins sérstakar bónusgreiðslur. Þannig að það er til mikils að vinna að vera með topp-10 árangur.

Spilað er sem fyrr í Jumeirah Golf Estates í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Bein útsending frá mótinu hefst einmitt núna kl. 10:00 en hana má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fylgjast með skortöflunni og skori efstu manna SMELLIÐ HÉR: