Árni Páll Hansson, GR. Mynd: Í eigu Árna Páls
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2012 | 10:15

Íslenska atvinnumannaliðið í neðsta sæti eftir 2. dag í Portúgal

 Í gær spiluðu golfkennararnir Ingi Rúnar Gíslason,GK;  Árni Páll Hansson, GR og Ólafur Hreinn Jóhannesson, GSE, sem skipa íslenska atvinnumannaliðið 2. hring sinn á  Europe International Team Champs 2012.

Ólafur Hreinn Jóhannesson og Ingi Rúnar Gíslason. Mynd: Í eigu Inga Rúnars

Mótið fer fram á Onyria Palmares golfsvæðinu og  stendur dagana 20. – 23. nóvember 2012.

Alls eru 25 lið sem taka þátt.

Það er skemmst frá því að segja að þegar mótið er hálfnað vermir íslenska liðið neðsta sætið ásamt liði Rússa er T-24.

Samtals er liðið búið að spila á 30 yfir pari, 318 höggum (161 157). Tvö bestu skor hvers dags telja.

Í efsta sæti þegar mótið er hálfnað eftir 2. dag er lið Skota á samtals 10 undir pari (eitthvað nískir á höggin 🙂 ) 278 högg (137 141).

Golf 1 óskar íslenska atvinnumannaliðinu góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna í heild þegar mótið er hálfnað eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: