Bestu par-3 brautir í heiminum (nr. 7 af 10)
Í gær vorum við í Afríku nú snúum við til Evrópu og ein besta par-3 holan í heimsálfunni okkar er á Royal golfvellinum í Vale do Lobo í Portúgal.
Hún á heiðurinn af því að vera mest ljósmyndaða par-3 hola í Evrópu. Reyndar er valið á „bestu“ par-3 holum í Evrópu erfitt, líkt og í Bandaríkjunum því það stendur milli svo margra frábærra hola.
Það sem er sérstakt við þá 16. á Royal velli Vale do Lobo er að slegið er yfir klettagjá og ekki bara einhverja heldur rauðlitaða kletta þannig að sérhverjum Ástrala sem hana spilar finnst hann á einkar „heimilislegum“ stað. Útsýnið á sér vart líka, yfir rauða klettana, yndislega golfvallarins, sem á þeim er og djúpblátt Atlantshafið, sem skellur á drifhvítri strönd.
Vale do Lobo golfstaðurinn á 50 ára afmæli í ár, er einn af elstu golfstöðum í Portúgal; opnaði dyr sínar fyrir golfþyrstum kylfingum 1962.
Par-3 16. brautin er 220 metra af öftustu teigum. Hönnuðurnir eru Sir Henry Cotton og Rocky Roquemore sem endurhannaði seinni 9 á Royal golfvellinum og þar með 16. brautina.
Hér má sjá myndskeið af kylfingi sem slær yfir gjánna í Vale do Lobo SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024