Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2012 | 18:00

Gary Evans með golfbrelluhögg – myndskeið

Gary Evans er enskur kylfingur sem ber sama nafn og hræðilegur bandarískur fjöldamorðingi, sem hefir líf 8 manns á samviskunni.

Þegar Gary er googlaður er því eins gott að tiltaka að átt sé við kylfinginn!!!

Gary Evans, kylfingurinn, er ótrúlega hæfileikaríkur með dræverinn.

Í meðfylgjandi myndskeiði heldur hann golfbolta á lofti með drævernum sínum, grípur boltann í munn sér, spýtir honum aftur út og viðstöðulaust slær hann með kylfunni sinni þetta líka frábæra dræv.

Sjá má kylfinginn Gary Evans leika listir með dræverinn sinn með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: WUP