Tár trúðsins – Christina Kim þunglynd (1. grein af 8)
Hér á eftir fer lausleg þýðing á góðri grein Stinu Sternberg hjá Golf Digest Women um kylfinginn káta Christinu Kim, sem nú hefir stigið fram og segist kljást við þunglyndi. Greinin kemur til með að birtast í desember útgáfu Golf Digest 2012. Hér fer fyrsti hlutinn:
„Í síðasta sinn sem lífið hrundi hjá Christinu Kim var þegar hún var að keyra heim til Orlandó, Flórída frá Prattville, Alabama, sem er 8 stunda keyrsla. Það var um miðja nótt og hún var ákveðin að komast heim án þess að stoppa og gista einhvers staðar á leiðinni. Eftir því sem hún nálgaðist heimili sitt brustu fram tilfinningarnar sem hún hafði reynt að hemja eftir að keppnistímabilinu 2012 lauk hjá henni.
Þegar hún stoppaði til að taka bensín, sá Kim 28 ára, hrekkjarvökuskreytingar í búðarglugga. Hún gerði sér grein fyrir að hún hafði ekki haldið upp á Halloween í meira en 10 ár vegna þess að LPGA túrinn er venjulega í Asíu í þeirri viku. En á þessu ári hefir Kim ekki spilað nógu vel til þess að fá að taka þátt í neinu af lokamótum keppnistímabilisins. Og í desember, mánuðnum sem hún hefir alltaf tekið sér frí frá golfi verður tvöfaldi sigurvegarinn á LPGA Tour (Christina Kim) og keppandi á 3 Solheim Cup keppnum að fara í Q-school í fyrsta sinn á ferlinum.
Hún örvænti þegar hún man eftir því hversu mjög hún hatar Daytona Beach, í Flórída og fór að velta fyrir sér hvernig í ósköpunum hún ætti að ná hringjum upp á 5 undir pari á hverjum hring, miðað við hvernig hún hefir verið að spila. Tilfinningasnjóboltinn hlóð utan á sér og Kim keyrði nú í tárum, og fór að snökkta hátt og snökktin urðu að örvæntingarópum …. taugaáfall?
Sársaukin var líkt og hún hefði verið aflimuð. Hún varð allt í einu hrædd og lagði í götukanntinum, Og þarna á hraðbrautinni, Interstate kl. 2 að morgni þann 24. september hleypti Christina Kim út 2 ára örvæntingu sem hún hafði ekki gengist við. Þegar hún komst loks heim lokaði hún sig inni í svefnherbergi sínu og var þar í þrjá daga án þess að kveikja á ljósi.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024