Golfgrín á laugardegi
Áttræður Bandaríkjamaður flutti til nýrrar borgar og gekk þ.a.l. í nýjan golfklúbb. Þegar hann kom í fyrsta sinn í klúbbhúsið litu nokkrir klúbbfélagar á hann með ákefð í augum: aahhhh þarna væri eldri borgari sem e.t.v. væri hægt að sigra í veðmálum (alltaf til einhverjir kylfingar sem vilja vinna pylsur eða pening af þeim, sem þeir telja ekki vera eins góða kylfinga og þeir sjálfir!)
Áttræði kylfingurinn gerði ekkert til þess að draga úr eftirvæntingu þeirra. „Ég sló bara ansi vel í dag,“ sagði hann „en ég á í nokkrum vandræðum með að komast úr djúpum glompum.“
Þeir kylfingar sem ætluðu sér að græða á gamla manninum hugsuðu „Aha! Völlurinn okkar er ekki með margar djúpar glompur en það er mikið af grynnri glompum og ef hann á í vandræðum með að komast úr sandinum, þá vinnum við örugglega og höfum af honum nokkra dollara.“
Þegar áttræði kylfingurinn okkar kom til þess að spila fyrsta hringinn sinn var Harvey þegar til staðar á teig. „Viltu spila einn hring við mig?“ spurði hann gamla manninn. „Og kannski að við gerum það áhugavert – hvað segirðu um að leggja nokkra dollara undir?
Áttræði kylfingurinn okkar samþykkti og hann og Harvey hófu spilið. „Hversu mörg högg þarftu í forgjöf?“ spurði Harvey, sem var aðeins 51 árs. „Ó, ég þarfnast engra högga í forgjöf, spilið mitt er virkilega gott. Einu vandræðin sem ég á í sem stendur er að komast upp úr djúpum glompum.“
Harvey var ágætis kylfingur en gamli kylfingurinn var virkilega góður. Ef ekki hefði verið fyrir 29 ára aldursmuninn hefði gamli maðurinn verið búinn að vinna holukeppnina þeirra.
Gamli maðurinn sló boltanum sínum jafnvel nokkrum sinnum í glompu. „Hmmm,“ hugsaði Harvey, „hann sagði að hann ætti í vandræðum með að koma sér úr djúpum glompum og við höfum ekki virkilega komið að þeim enn …. það er bara að halda ró sinni, hann verður örugglega í einhverjum bönkernum kringum 17. flöt.“
Og það fór einmitt þannig, Harvey og gamli maðurinn náðu par-4 17. holunni og allt jafnt milli þeirra og gamli maðurinn setti boltann sinn beint í miðju, stóru, djúpu glompunnar fyrir framan flötina.
„Nú er ég búinn að sigra!“ hugsaði Harvey.
Áttræði kylfingurinn okkur renndi sér niður í glompuna djúpu sem var mannhæðarhá og tók sér stöðu yfir bolta sínum. Hann tók fullkomna sveiflu og fleytti boltanum upp úr glompunni og ekki nóg með það boltinn fór alveg á holujaðarinn, tók nokkra hringi í kringum bollann og féll…FUGL!!!
Harvey hafði séð nóg. „Andsk…..!“ hrópaði hann að gamla manninum, sem enn var í glompunni. „Ég hélt að þú segðist eiga í miklum vandræðum með að komast úr djúpum glompum!!!“
„Já það er satt,“ sagði sá áttræði brosandi. „Geturðu nokkuð rétt mér hjálparhönd og hjálpað mér að komast upp úr henni?“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024