Tinna Jóhannsdóttir, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2012 | 15:00

LET: Tinna og Cheyenne Woods á sama skori eftir 1. dag í Marokkó 74 höggum!!!

Tinna Jóhannsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili spilaði 1. hring sinn á Lalla Aïcha Tour School 2013 í dag, en mótið fer fram í Amelkis Golf Club & Al Maaden Golf Resort í Marrakech, Marokkó.

Tinna og frænka Tiger Woods, Cheyenne, sem er í sama riðli og Tinna, B-riðlinum, léku báðar á 2 yfir pari, 74 höggum.

Tinna fékk 3 fugla, 11 pör, 3 skolla og 1 skramba á hringnum í dag meðan Cheyenne fékk 2 fugla, 13 pör, 2 skolla og 1 skramba.

Þær deila sem stendur 39. sætinu ásamt 7 öðrum kylfingum, en nokkrar eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistölur gætu raskast.

Golf 1 óskar þeim Tinnu og Cheyenne góðs gengis á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Lalla Aïcha Tour School 2013  SMELLIÐ HÉR: