Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2012 | 10:00

Hættulegustu golfvellir heims nr. 12

Golfvöllurinn sem nefndur verður til sögunnar í dag er svo sannarlega einn af hættulegustu golfvöllum heims og líklega líka einn sá mest krefjandi.

Golfklúbburinn í Kabúl var meðal fjölmargra staða í Afganistan þar sem stríðið var háð 1990.  Sagt er að sumar holur vallarins orðið til af völdum jarðsprengja og fjarlægja varð standa fyrir sprengjuvörpur og olíutanka til þess að hægt væri að spila á vellinum að nýju.

Sumum finnst ótrúlegt að yfirleitt skuli nefna þetta hrjóstruga landsvæði í Kabúl golfvöll, sem spila verður með vopnuðum lífvörðum, því ekki er mönnum óhætt enn fyrir ofstækisfullum Talibönum, en þeim er þessi vestræni leikur, sem golfið er,  þyrnir í augum.

Engu að síður… völlurinn er vinsæll meðal erlendendra sendierindreka þó hann hafi svo sannarlega átt betri daga.  Eins og segir þá er hann sundurskotinn af jarðsprengjuholum, í útliti alveg eins og svissneskur ostur, skriðdrekaför sjást enn víða og olía var notuð til að þétta sand til þess að búa til flatir.

Hringur á golfvellinum í Kabúl er langt því frá afslappandi og ekkert fyrir nema fyrir ævintýragjarna kylfinga með stáltaugar. Fyrir utan það er hann ekki sú paradís blóma, trjáa og iðgrænna valla, sem hann gæti þó svo sannarlega verið hefði stríðið ekki eyðilagt hið mjög svo fallega land Afghanistan.

Fyrir þá sem hafa þolinmæði til þess að horfa á nokkuð langdregið 6 mín myndskeið þar sem í raun sést ekki mikið af Kabul golfklúbbnum fyrr en á 4:40 mín SMELLIÐ HÉR:

Hér er betra myndskeið frá golfvellinum í Kabúl frá CNN SMELLIÐ HÉR: