Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2012 | 16:00

Rekstur Kylfings gekk illa

Allt frá því að Golfklúbbur Íslands var stofnaður fyrstur allra golfklúbba hér á landi árið 1935 var gefið út tímarit, til þess að kynna Íslendingum þessa nýju íþrótt, sem golfið var og færa þeim fréttir af öllu því helsta og nýjasta í golfheiminum.

Má segja að tímaritið Kylfingur hafi verið forfari allra golffréttatímarita og golffréttavefanna 3, sem eru starfandi  á Íslandi í dag og færa íslenskum kylfingum reglulega fréttir af því helsta, sem er að gerast í heimi golfsins.

En rekstur tímaritsins Kylfings gekk frá upphafi brösulega.  Reynt var að hleypa lífi í blaðið með fjárveitingu frá ÍSÍ einmitt árið sem blaðið leið undir lok, en það starfaði um tæp 20 ára skeið til ársins 1953.

Þetta og annað fróðlegt má lesa í „Golf á Íslandi“ glæsilegu 2 binda stórvirki þeirra Steinars J. Lúðvíkssonar og Gullveigar Sæmundsdóttur, sem ætti að vera skyldulesning allra kylfinga á Íslandi!