Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2012 | 18:20

Fannar Ingi í 1. sæti á US Kids móti í Flórída

Fannar Ingi Steingrímsson, kylfingurinn ungi og efnilegi úr GHG, er efstur á US Kids Golf – Holiday Classic mótinu, sem fram fer á Palmer vellinum í Palm Beach Gardens, dagana 21.-22. desember 2012. Seinni hringurinn verður spilaður í kvöld.

Þátttakendur eru 18 og eftir fyrri hring mótsins er Fannar Ingi efstur þ.e. T-1, hann deilir 1. sætinu með þeim Doug Smith frá Winter Park í Flórída og Jorge Martinez Hoffmann,  frá Miami í Flórída.

Fannar Ingi spilaði fyrri hringinn á 8 yfir pari, 80 höggum; fékk 10 skolla 7 pör og glæsiörn á 12. braut Palmer vallarins!!!

Golf 1 óskar Fannari Inga góðs gengis á seinni hringnum í Flórída!!!

Til þess að fylgjast með gengi klúbbmeistara GHG 2012, hins 14 ára Fannars Inga í Flórída SMELLIÐ HÉR: