Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2011 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: David Duval – 9. nóvember 2011

Afmæliskylfingur dagsins er Bandaríkjamaðurinn David Duval, en hann fæddist 9. nóvember 1971 í Jacksonville, Flórída og á því 40 ára stórafmæli í dag.

David Robert Duval er fyrrum nr. 1 á heimslistanum og alltaf kallaður DD eða „Double D“ af vinum sínu.

Hann hefir sigrað 19 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 13 sinnum á PGA mótaröðinni.

Einn fræknasti sigur hans er að hafa sigrað á Opna breska árið 2001.

David býr í Cherry Hills Village, Colorado og er kvæntur Susan Persichitte Duval.  Saman eiga þau börnin Brayden & Sienna Duval, en fyrir átti Susan, Deano, Nick & Shalene Karavites, sem eru stjúpbörn David.

David lærði ungur að spila golf af föður sínum sem var golfkennari í Timuquana Country Club, í Jacksonville, Flórída.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (69 ára);  Karin Mundinger, 9. nóvember 1959 (52 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is