Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2011 | 10:30

Caroline og Rory: nr. 1 og nr. 2 í heiminum

Rory McIlroy, 22 ára, frá Norður-Írlandi er nú nr. 2 á lista vikunnar yfir bestu kylfinga heims. Kærasta hans, Caroline Wozniacki er hins vegar nr. 1 í heiminum í kvenna-tennisnum.

Rory setti niður afar mikilvægan fugl á 72. holu HSBC Champions, sem reyndist dýrmætt pútt. Það varð til þess að hann deildi 4. sætinu í mótinu ásamt þeim Charl Schwartzel og Paul Casey.  Lee Westwood, hins vegar, endaði í 13. sæti ásamt Ian Poulter og Xin-jun Zhang.  Þessi úrslit urðu til þess að Rory velti Westwood úr 2. sætinu á heimslistanum.

Myndina hér að ofan tweetaði G-Mac, (Graeme McDowell), vinur Rory  og landi- en á henni sýna skötuhjúin stöðu sína á heimslistum íþróttagreina sinna.