HRH The Duke of York und der Sieger im gleichnahmigen Turnier Ragnar Már Garðarsson, GKG, Island. Foto: The Duke of York (Turnier).
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 26. 2012 | 09:00

Ragnar Már hefur keppni í Orange Bowl International Championship í Flórída á morgun

Ragnar Már Garðarsson, GKG, hefur á morgun keppni á Orange Bowl International Championship, sem að venju fer fram á golfvelli Biltmore hótelsins fræga í Coral Gables, í Flórída. Mótið stendur dagana 27.-30. desember 2012.

Ragnar Már hlaut þátttökurétt í mótinu eftir sigurinn í Duke of York mótinu í september s.l.  Mótið er mjög sterkt, því þar taka þátt einhverjir sterkustu ungu kylfingar Bandaríkjanna og reyndar heimsins alls.

Hér má sjá mynd af þeim Romain Wattel, ásamt Lexi Thompson þegar þau unnu Orange Bowl í Flórída 2010.

Árið 2010 sigruðu t.a.m. í mótinu Lexi Thompson, sem spilar nú á sterkustu kvenmótaröð heims, LPGA og Romain Wattel, sem nú spilar á Evrópumótaröðinni.

Golf 1 óskar Ragnari Má góðs gengis!

Til þess að fylgjast með gengi Ragnars Más í Orange Bowl SMELLIÐ HÉR: