Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2012 | 16:00

Frægir kylfingar: Ewan McGregor

Sá, sem þykir líklegastur til þess að hljóta verðlaun við næstu Óskarsverðlaunaafhendingu, fyrir besta karlleikara í aukahlutverki er skoski leikarinn Ewan McGregor fyrir frábært hlutverk sitt sitt í jólamynd Sambíóanna í ár „The Impossible,“ sem hlotið hefir einróma lof gagnrýnenda.

Ewan McGregor í kvikmyndinni „The Impossible“ meðan allt leikur í lyndi.

Sjá má trailerinn af The Impossible með því að SMELLA HÉR: 

Ewan er fæddur 31. mars 1971 og því 41 árs. Hann á 4 dætur og er kvæntur eiginkonu sinni Eve Mavrakis.

Þekktastur var Ewan McGregor (fyrir gerð „The Impossible“) fyrir hlutverk sín sem Mark Renton í Trainspotting  frá árinu 1996, Obi-Wan Kenobi í Star Wars (1999-2005 – 3 myndir) og sem Christian í kvikmyndinni Moulin Rouge, frá árinu 2001.

Nú í ár hefir Ewan McGregor m.a. unnið að gerð heimildarmyndar þar sem hann ferðaðist m.a. með starfsmönnum UNICEF sem vinna við bólusetningar á Indlandi, Nepal og Kongo. Myndin heitir „Ewan McGregor: Cold Chain Mission.“

En víkjum nú að kylfingnum Ewan McGreogor.

Í viðtali við Ewan McGregor, sem birtist fyrir 15 árum sagðist hann hafa spilað golf 14 ára gamall til þess að dreifa tímanum heima á Skotlandi. Honum hafi hins vegar verið hent af golfvellinum fyrir að blóta.

Eftir hvert einasta högg sem Ewan sló sagðist hann hafa orðið svo reiður með frammistöðuna að hann hrópaði: „.Fuck! Cunt! Fucking cunt!”  (Ekki þýtt hér!) – Aðrir á vellinum heyrðu til hans og kvörtuðu undan honum og einhver náungi á traktor kom upp að honum og sagði að hann væri rekinn af vellinum. Ewan sagðist hafa þurft að skammast tilbaka og halda á golfkylfunum sínum alla leið að skála og langur tími hafi liðið þar til hann spilaði aftur golf.

Hins vegar var nýlega eftirfarandi setning höfð eftir honum, sem með tímanum verður eflaust alger klassíker:

„I started watching golf for the first time yesterday. I`m really worried about myself. I was actually enjoying it.“ (Lausleg þýðing: Ég var að horfa á golf í fyrsta skiptið í gær. Ég hef miklar áhyggjur af sjálfum mér. Mér þótti það virkilega skemmtilegt!!!“)